Trail
Sjálfbærniráðgjöf
Verðmætasköpun byggð á sjálfbærni
Kröfur markaðarins um áherslur og sýnilegan árangur fyrirtækja á sjálfbærnimálum hafa aukist hratt síðustu ár og munu aukast enn frekar í nánustu framtíð.
Stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir síbreytilegu landslagi þar sem sjálfbærnivegferðin er orðin lykilþáttur að árangri og verðmætasköpun fyrirtækja.
Vegferðin um breytt landslag getur þó reynst brött og óljós.
Trail sjálfbærniráðgjöf sérhæfir sig í að varða leiðina og styðja stjórnendur á vegferðinni.
Hvað er sjálfbærni
Sjálfbærni stuðlar að verðmætasköpun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða þarfir komandi kynslóða.
Sjálfbærni sem meginstoð í viðskiptalíkani fyrirtækja leiðir til efnahagslegra verðmæta í sátt við náttúru þar sem gæðum hennar er viðhaldið eða endurbyggð ásamt því að efla og stuðla að heilbrigðu samfélagi.
Sjálfbærniáherslur eru því grunnurinn að verðmætasköpun og nýrra viðskiptatækifæra sem eykur árangur og samkeppnishæfni á innlendum og erlendum mörkuðum.
Fjárhagslegur ávinningur
Sjálfbærniáherslur snúast ekki um „að tikka í boxin“
heldur að stuðla að verðmætasköpun gegnum sjálfbærnitengdar aðgerðir sem stuðla að framtíðarárangri fyrirtæksins en raska hvorki umhverfinu né samfélaginu.
Þar liggja tækifærin!
Kröfur markaðarins breytast hratt hvert sem litið er. Fyrirtæki sem vilja draga að hæfasta starfsfólkið, byggja upp traustan viðskiptavinahóp, tryggja hagstæða fjármögnun, starfa í samræmi við lög og reglur og í sátt við náttúruna og samfélagið þurfa að taka málaflokkinn alvarlega.
Sjálfbærni - vörðurnar í átt að framtíðarárangri fyrirtækja
Rakel Eva Sævarsdóttir
Sérfræðingur í stefnumótun og verðmætasköpun fyrirtækja út frá sjálfbærniáherslum og mælikvörðum.
Reynsla mín spannar breitt svið innan sjálfbærninnar, allt frá því að leggja grunninn að sjálfbærniráðgjöf hjá Deloitte á Íslandi yfir í að byggja upp og stýra sjálfbærnivegferð Play flugfélags. Nú síðast starfaði ég hjá Aspiration, bandarísku fjárfestingafélagi þar sem ég sérhæfði mig í fjárfestingum í loftslagslausnum á kolefnismarkaðnum og hlaut dýrmæta reynslu á þeim mikilvæga og ört vaxandi markaði.
Í dag sit ég í tveimur stjórnum, annars vegar Alor, nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í grænum orkulausnum með áherslu á framleiðslu og geymslu á birtuorku og hins vegar Festu - sjálfbærnimiðstöð, frjáls félagasamtök með það markmið að auka þekkingu fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda á sjálfbærni.
Einnig var ég ein af stofnendum Fortuna Invest, vettvangi sem veitir aðgengilega fræðslu um fjárfestingar.
Hvernig get ég stutt þig á vegferðinni
Tengja saman sjálfbærni og verðmætasköpun
Hvernig verða sjálfbærniáherslur að lykilþætti í viðskiptalíkani fyrirtækja?
Lykillinn er að geta tengt saman hvernig og hvaða aðgerðir og áherslur í rekstri leiða til fjárhagslegs ávinnings og árangurs á sjálfbærnivegferðinni.
Efla sjálfbærniþekkingu innan þíns fyrirtækis
Sjálfbærniþekking innan fyrirtækisins er nauðsynleg til að greina viðskiptatækifæri, áhættur og áskoranir.
Innblástur
Oft þarf utankomandi aðila til að vekja áhuga eða auka skilning á mikilvægi sjálfbærni og til að fólk komi auga á tækifærin sem sjálfbærni skapar. Fræðsla, erindi eða vinnustofur eru tilvalin verkfæri til þess.
Tryggja að þitt fyrirtækið mæti breyttum kröfum
Ein af helstu áskorunum stjórnenda í dag er að takast á við breyttar kröfur markaðarins um sjálfbærniáherslur og greina sjálfbærnitengdar áskoranir í framtíðinni. Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að bregðast við kröfum ólíkra hagaðila: lagalegar kröfur, kröfur frá fjárfestum og fjármálastofnunum, kröfur starfsfólks og viðskiptavina.
Fjárfesting í loftslagslausnum (kolefniseiningar)
Fjárfesting í samdrætti á kolefnislosun og mótframlagi til loftslagsmála er flókið ferli. Fjárfesting í samdrætti skal ávallt vera í forgangi en samhliða því er óumflýjanlegt fyrir fyrirtæki að fjárfesta í mótframlagi til loftslagsmála með kolefniseiningum. Vottaðar og skráðar kolefniseiningar er ekki aðeins lykilbreyta í vegferðinni að kolefnishlutleysi heldur einnig fjárfestingatækifæri.
Kolefnismarkaðurinn er enn í dag flókinn og óaðgengilegur, ég get aðstoðað þig með að finna réttu verkefnin sem passa þínu fyrirtæki.